7.2.2009 | 17:41
Glæsilegur hópur...
Hehe... Glæsilegur hópur... Látum okkur sjá. Einn keyrði fullur á staur og reyndi að láta kærustuna taka það á sig, einn sat inni fyrir þjófnað og fals sem hann honum fannst svo ákaflega smekklegt að kalla "tæknileg mistök" jájá, einn er óumdeilanlega fyrirlitnasti og fyrirlitlegasti stjórnmálamaður og ráðherra landsins amk síðan á dögum Gissurar Þorvaldssonar og fékk reyndar nafnbótina "Skítseyði ársins 2008" á einni af útvarpsstöðvunum. Þó ég komi því nú ekki fyrir mig akkúrat núna hver Kjartan Ólafsson er þá er hann þarna í því sem mamma kallaði "vafasömum félagsskap". Illa er nú komið (sem betur fer) fyrir Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi ef þetta eru bestu synir flokksins í því kjördæmi....
Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Litla-Hraun er náttúrulega í kjördæminu.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:49
Hæg heimatökin meinaru?? Kannski þeir fari til Möggu Frímanns og biðji hana að mæla með fleirum á listann??
Nostradamus, 7.2.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.